Kristján Friðriksson

Kristján Friðriksson

Iðnrekandi
1912-1980

Heim

Farsældarríkið og manngildisstefnan

Hagkeðjan í hnotskurn

Lífshlaup og skoðanir Kristjáns í Últímu í hnotskurn

Verðlaunasjóður iðnaðarins

Æviágrip

Upptaka frá málþingi

 

Farsældarríkið og manngildisstefnan 1974

Á þessum tímum efnahagshruns er fróðlegt að lesa bók Kristjáns Friðrikssonar Farsældarríkið og manngildisstefnan, en þar reyfar hann m.a. hugmyndir sínar um íslensk efnahagsmál, sjávarútvegsmál, iðnað og menntamál. Margar hugmyndir bókarinnar eiga vel við ýmsar þær vangaveltur sem fram koma þessa dagana varðandi, nýsköpun atvinnuuppbyggingu, smáiðnað og almenna velferð. Bókina má lesa í heild sinni hér á síðunni.

Hagkeðjan í hnotskurn 1978

Hugmyndir Kristjáns um Hagkeðjuna og auðlindaskattinn urðu landsþekktar, en þar útlistar Kristján kenningar sínar um efnahags- og atvinnumál á Íslandi. Kenningin er smíðuð sem heildarlausn fyrir hagkerfi Íslendinga og er um margt áhugaverð. Grundvöllur hugmyndarinnar er að nýta skynsamlega þá lífkeðju sem fiskveiðar byggja á og skattleggja fiskveiðihlunnindi með stofnun auðlindaskatts. Auðlindaskattinum yrði svo varið til að draga úr áhrifum af sveiflum í sjávarútvegi og til að byggja upp aðrar greinar atvinnulífsins, einkum iðnað.


 

Brot úr bréfi Karls Kristjánssonar fyrrverandi alþingismanns, sem hann skrifaði fyrir kápu bókarinnar Farsældarríkið og manngildisstefnan.

...Í bók þessari leggur Kristján Friðriksson fram víðtækar kenningar sínar um samfélagsmálin á mjög skipulegan hátt í samþjöppuðum stíl og skilríkum.

...Tillögur hans eru grundvallaðar á þeirri lífsskoðun, að hver maður hafi skyldur að ynna, eftir því sem hann hefir getu til frá skapara sínum,- en eigi jafnframt heimtingu á að njóta réttlætis, mildi og mannhelgi. Samfélaginu sé ekki aðeins skylt að styðja hvern einstakling til efnahagslegrar velmegunnar, heldur einnig til lífshamingju, og hún eigi rætur að rekja til margs annars en fjármunalegs ríkidæmis, þó ekki megi heldur vanmeta hagsældina.


Að frumkvæði Friðriks Steins Kristjánssonar er þessi síða unnin af Sigríði B. Einarsdóttur og Guðrúnu Kristjánsdóttur árið 2009